Hljómsveitirnar Mammút, Úlfur Úlfur, Ghostigital, Grísalappalísa, FM Belfast og hin danska Rangleklods koma fram á listahátíðinni LungA sem verður haldin í fjórtánda sinn á Seyðisfirði í sumar.
Vikuna 14.-21. júlí fyllist bærinn af ungmennum sem flykkjast á hátíðina til þess að taka þátt í skapandi vinnusmiðjum, listsýningum, hönnunarsýningum og fjölbreyttum listviðburðum, hlusta á fyrirlestra og vera hluti af því andrúmslofti sem myndast á hátíðinni.
Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og kostar 3.900 kr. ef keypt er á netinu. Verðið hækkar í 4.900 kr. ef keypt er við hurð.
