Vök gerir samning við Record Records Freyr Bjarnason skrifar 10. júní 2013 12:00 Vök sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í vor hefur gert útgáfusamning íslenska fyrirtækið Record Records. Hljómsveitin, sem er skipuð Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enokssyni, er að leggja lokahönd á EP-plötu sem kemur út í júlí. Sveitin hefur þegar sent frá sér smáskífulagið Before. Stefnan er svo sett á breiðskífu snemma á næsta ári. „Ég bind miklar vonir við þetta band. Ég held að þau eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records. Síðan fyrirtækið var stofnað fyrir fimm árum hefur Haraldur unnið með mörgum hljómsveitum sem hafa gert góða hluti í Músíktilraunum, þar á meðal Of Monsters and Men. „Þetta sýnir að það eru fullt af efnilegum hljómsveitum sem koma upp úr þessum tilraunum.“ Erlendir aðilar eru þegar farnir að sýna Vök áhuga, en sveitin hitar upp á útgáfutónleikum Botnleðju í Austurbæ 27. júní. Vök var formlega stofnuð í desember í fyrra, skömmu fyrir Músíktilraunirnar, en Andri og Margrét hafa starfað saman mun lengur. Margrét Rán spilar á gítar og hljómborð auk þess að syngja. Andri Már spilar á saxafón auk þess að stjórna tölvu og syngja bakraddir. Tónlistinni má lýsa sem ljúfri og melódískri raftónlist. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vök sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í vor hefur gert útgáfusamning íslenska fyrirtækið Record Records. Hljómsveitin, sem er skipuð Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enokssyni, er að leggja lokahönd á EP-plötu sem kemur út í júlí. Sveitin hefur þegar sent frá sér smáskífulagið Before. Stefnan er svo sett á breiðskífu snemma á næsta ári. „Ég bind miklar vonir við þetta band. Ég held að þau eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records. Síðan fyrirtækið var stofnað fyrir fimm árum hefur Haraldur unnið með mörgum hljómsveitum sem hafa gert góða hluti í Músíktilraunum, þar á meðal Of Monsters and Men. „Þetta sýnir að það eru fullt af efnilegum hljómsveitum sem koma upp úr þessum tilraunum.“ Erlendir aðilar eru þegar farnir að sýna Vök áhuga, en sveitin hitar upp á útgáfutónleikum Botnleðju í Austurbæ 27. júní. Vök var formlega stofnuð í desember í fyrra, skömmu fyrir Músíktilraunirnar, en Andri og Margrét hafa starfað saman mun lengur. Margrét Rán spilar á gítar og hljómborð auk þess að syngja. Andri Már spilar á saxafón auk þess að stjórna tölvu og syngja bakraddir. Tónlistinni má lýsa sem ljúfri og melódískri raftónlist.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira