Rautt er litur kynlífs – og hærra verðs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2013 14:00 Caravaggio Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira