Kvenréttindabaráttan er mesta bylting sögunnar Hrund Gunnsteinsd, Magnea Marinósd., Brynhildur Heiðar- og Ómarsd., Inga Dóra Pétursd., Guðrún M. Guðmundsd. og Edda Jónsd. og Sólveig Arnarsd. skrifa 19. júní 2013 07:00 Fyrir rúmlega áratug var ein okkar stödd í fjallahéraði í Kósóvó til þess að kenna á námskeiði, þar sem konur af ólíkum þjóðernishópum komu saman til þess að ræða framtíð Kósóvó. Rauður þráður í námskeiðinu var þróun Kósóvó úr ríki kommúnisma og kúgunar yfir í lýðræðissamfélag og hvað þetta gæti haft í för með sér fyrir réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna. Konurnar frá Kósóvó óskuðu sér allar betri framtíðar fyrir fólkið sitt í landi sem hafði gengið í gegnum skelfileg átök og langtíma harðræði, svo ekki séð talað um kynbundið ofbeldi sem beitt var markvisst af stríðandi fylkingum. Þegar þetta var, voru aðeins tvö ár síðan blóðugum átökum í Kósóvó lauk, og serbnesku konurnar hættu öryggi sínu til að sækja námskeiðið og heimsækja þetta fjallahérað sem byggt var af öðrum þjóðernishópum. Þær komu því á svæðið í brynvörðum bílum og til að byrja með leyndi óttinn sér ekki. Aðrar konur voru af albönskum uppruna, sumar voru Rómakonur (sígaunar) og fjórði hópurinn taldist til Gorani-þjóðflokksins. Fyrir utan rafmagnað andrúmsloft fyrri hluta námskeiðsins vegna nýafstaðinna átaka, þá stendur upp úr það sem margar þeirra vissu. Konur af öllum þjóðernum höfðu heyrt um Vigdísi Finnbogadóttur. Þær vissu að hún var fyrsta konan í heiminum sem hafði verið lýðræðislega kjörinn forseti. Þær höfðu áhuga á að vita meira. Þær vildu vita um pólitíska þátttöku íslenskra kvenna og Kvennalistann, sem fyrir þrjátíu árum á þessu ári bauð sig fram til alþingiskosninga. Þær vildu læra af reynslu íslenskra kvenna sem rutt höfðu brautina fyrir kynslóð okkar sem rita þessa grein. Fyrir unga íslenska konu sem var að feta sín fyrstu spor á alþjóðavettvangi, var þetta dýrmæt stund til að skoða úr fjarlægð þá arfleifð sem við búum við. Við, sem ritum þessa grein, höfum allar fundið fyrir viðlíka þakklæti einhvern tímann á lífsleiðinni, bæði í stóru sem smáu, á Íslandi sem og erlendis. Ein okkar varð meira að segja yfir sig hissa þegar hún uppgötvaði að karlmaður gæti verið forseti lýðveldisins, þegar Vigdís ákvað að gefa ekki kost á sér aftur árið 1996. Enn önnur sat nýverið námskeið á Norður-Írlandi þar sem rakin var saga írska kvennalistans, sem m.a. tryggði konu þátttöku í friðarviðræðum sem bundu enda á langtíma átök á Norður-Írlandi árið 1998. Á námskeiðinu kom skýrt fram að íslenski Kvennalistinn var þeim mikill innblástur við stofnun flokksins þar í landi. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að þakka þeim íslensku konum sem ruddu brautina á undan okkur. Þrátt fyrir að sannarlega sé enn þá víða pottur brotinn á Íslandi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, launamismun kynjanna og hlut kvenna í valdastöðum svo eitthvað sé nefnt, þá er Ísland engu að síður ofarlega og stundum efst, á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Þetta má t.d. sjá í Global Gender Gap Index-skýrslum World Economic Forum þar sem Ísland trónir efst á listanum yfir ríki sem dregið hafa hvað mest úr bilinu á milli karla og kvenna í efnahagslegu, félagslegu, pólitísku og heilsufarslegu tilliti. Framúrskarandi árangur Íslendinga í jafnréttismálum hefur gert okkur að sérfræðingum á alþjóðavettvangi, sem sést í þeirri staðreynd að íslenskur sérfræðingur hefur verið að störfum á vegum Íslensku friðargæslunnar fyrir UN Women, frá því að Kvennastofnun Sameinuðu þjóðanna hóf störf á uppbyggingarsvæðum eftir stríð. Þá má einnig nefna að í maí á þessu ári varð GEST, alþjóðlegi jafnréttisskólinn við Háskóla Íslands, hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna um heim allan. Það er ekki ofsögum sagt að kvenréttindabarátta síðustu 150 ára er mesta bylting sem orðið hefur í mannkynssögunni. Á örfáum áratugum hefur konum og körlum tekist að umbylta samfélagsmynstri sem hafði viðhaldist í ótal aldir ef ekki árþúsundir. Þetta samfélagsmynstur hafði ekki aðeins kúgað efnaminni samfélagshópa og jaðarhópa, heldur helming mannkynsins, konurnar. Hér á Íslandi hefur breytingin, eins og annars staðar, verið hröð og markviss. Árið 1850 fengu konur jafnan erfðarétt á við karla, 1911 fengu konur jafnan rétt til náms, styrkja og embætta. Árið 1915 fengu konur kosningarétt til Alþingis og 1954 voru fyrstu lögin um rétt á sömu launum fyrir sömu vinnu sett. 1976 var fyrsta jafnréttislöggjöfin staðfest, lög sem endurskoðuð hafa verið oft síðan, því alltaf er hægt að gera betur. Í dag, 19. júní, gerum við okkur grein fyrir því að það er ekki síst fyrir elju, sannfæringarkraft og ástríðu hóps einstaklinga, aðallega kvenna, á Íslandi sem við getum státað af þessum árangri á alþjóðavísu. Og það er fyrir þeirra hugrekki sem fólk af okkar kynslóð heldur ótrautt áfram að stuðla að enn betra samfélagi fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega áratug var ein okkar stödd í fjallahéraði í Kósóvó til þess að kenna á námskeiði, þar sem konur af ólíkum þjóðernishópum komu saman til þess að ræða framtíð Kósóvó. Rauður þráður í námskeiðinu var þróun Kósóvó úr ríki kommúnisma og kúgunar yfir í lýðræðissamfélag og hvað þetta gæti haft í för með sér fyrir réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna. Konurnar frá Kósóvó óskuðu sér allar betri framtíðar fyrir fólkið sitt í landi sem hafði gengið í gegnum skelfileg átök og langtíma harðræði, svo ekki séð talað um kynbundið ofbeldi sem beitt var markvisst af stríðandi fylkingum. Þegar þetta var, voru aðeins tvö ár síðan blóðugum átökum í Kósóvó lauk, og serbnesku konurnar hættu öryggi sínu til að sækja námskeiðið og heimsækja þetta fjallahérað sem byggt var af öðrum þjóðernishópum. Þær komu því á svæðið í brynvörðum bílum og til að byrja með leyndi óttinn sér ekki. Aðrar konur voru af albönskum uppruna, sumar voru Rómakonur (sígaunar) og fjórði hópurinn taldist til Gorani-þjóðflokksins. Fyrir utan rafmagnað andrúmsloft fyrri hluta námskeiðsins vegna nýafstaðinna átaka, þá stendur upp úr það sem margar þeirra vissu. Konur af öllum þjóðernum höfðu heyrt um Vigdísi Finnbogadóttur. Þær vissu að hún var fyrsta konan í heiminum sem hafði verið lýðræðislega kjörinn forseti. Þær höfðu áhuga á að vita meira. Þær vildu vita um pólitíska þátttöku íslenskra kvenna og Kvennalistann, sem fyrir þrjátíu árum á þessu ári bauð sig fram til alþingiskosninga. Þær vildu læra af reynslu íslenskra kvenna sem rutt höfðu brautina fyrir kynslóð okkar sem rita þessa grein. Fyrir unga íslenska konu sem var að feta sín fyrstu spor á alþjóðavettvangi, var þetta dýrmæt stund til að skoða úr fjarlægð þá arfleifð sem við búum við. Við, sem ritum þessa grein, höfum allar fundið fyrir viðlíka þakklæti einhvern tímann á lífsleiðinni, bæði í stóru sem smáu, á Íslandi sem og erlendis. Ein okkar varð meira að segja yfir sig hissa þegar hún uppgötvaði að karlmaður gæti verið forseti lýðveldisins, þegar Vigdís ákvað að gefa ekki kost á sér aftur árið 1996. Enn önnur sat nýverið námskeið á Norður-Írlandi þar sem rakin var saga írska kvennalistans, sem m.a. tryggði konu þátttöku í friðarviðræðum sem bundu enda á langtíma átök á Norður-Írlandi árið 1998. Á námskeiðinu kom skýrt fram að íslenski Kvennalistinn var þeim mikill innblástur við stofnun flokksins þar í landi. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að þakka þeim íslensku konum sem ruddu brautina á undan okkur. Þrátt fyrir að sannarlega sé enn þá víða pottur brotinn á Íslandi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, launamismun kynjanna og hlut kvenna í valdastöðum svo eitthvað sé nefnt, þá er Ísland engu að síður ofarlega og stundum efst, á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Þetta má t.d. sjá í Global Gender Gap Index-skýrslum World Economic Forum þar sem Ísland trónir efst á listanum yfir ríki sem dregið hafa hvað mest úr bilinu á milli karla og kvenna í efnahagslegu, félagslegu, pólitísku og heilsufarslegu tilliti. Framúrskarandi árangur Íslendinga í jafnréttismálum hefur gert okkur að sérfræðingum á alþjóðavettvangi, sem sést í þeirri staðreynd að íslenskur sérfræðingur hefur verið að störfum á vegum Íslensku friðargæslunnar fyrir UN Women, frá því að Kvennastofnun Sameinuðu þjóðanna hóf störf á uppbyggingarsvæðum eftir stríð. Þá má einnig nefna að í maí á þessu ári varð GEST, alþjóðlegi jafnréttisskólinn við Háskóla Íslands, hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna um heim allan. Það er ekki ofsögum sagt að kvenréttindabarátta síðustu 150 ára er mesta bylting sem orðið hefur í mannkynssögunni. Á örfáum áratugum hefur konum og körlum tekist að umbylta samfélagsmynstri sem hafði viðhaldist í ótal aldir ef ekki árþúsundir. Þetta samfélagsmynstur hafði ekki aðeins kúgað efnaminni samfélagshópa og jaðarhópa, heldur helming mannkynsins, konurnar. Hér á Íslandi hefur breytingin, eins og annars staðar, verið hröð og markviss. Árið 1850 fengu konur jafnan erfðarétt á við karla, 1911 fengu konur jafnan rétt til náms, styrkja og embætta. Árið 1915 fengu konur kosningarétt til Alþingis og 1954 voru fyrstu lögin um rétt á sömu launum fyrir sömu vinnu sett. 1976 var fyrsta jafnréttislöggjöfin staðfest, lög sem endurskoðuð hafa verið oft síðan, því alltaf er hægt að gera betur. Í dag, 19. júní, gerum við okkur grein fyrir því að það er ekki síst fyrir elju, sannfæringarkraft og ástríðu hóps einstaklinga, aðallega kvenna, á Íslandi sem við getum státað af þessum árangri á alþjóðavísu. Og það er fyrir þeirra hugrekki sem fólk af okkar kynslóð heldur ótrautt áfram að stuðla að enn betra samfélagi fyrir komandi kynslóðir.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun