Nemi í naumhyggju Freyr Bjarnason skrifar 20. júní 2013 10:00 Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“