Byrjað á öfugum enda Árni Páll Árnason skrifar 27. júní 2013 06:00 Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009.Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hér er byrjað á öfugum enda og gripið til aðgerða sem ekki nýtast þorra lífeyrisþega. Einungis tveir afmarkaðir hópar hagnast á breytingunum: Aldraðir sem geta unnið og hafa atvinnutekjur og svo örorku- og ellilífeyrisþegar sem hafa a.m.k. 250.000 krónur í mánaðartekjur frá lífeyrissjóðum. Mest hagnast þeir 2.500 lífeyrisþegar sem eru með yfir 350.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóðum og fá nú ekkert úr ríkissjóði. Þeir munu eftir breytinguna fá rúmar 30.000 kr. fyrir skatt. Þessar breytingar gera ekkert fyrir lífeyrisþega með undir 250.000 í tekjur og sem ekki hafa atvinnutekjur. Ekkert bólar á efndum á raunverulegum kjarabótum, sem nýtast þorra lífeyrisþega. Svoleiðis aðgerðir virðast ekki ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Ekkert bólar á lækkun skerðinga vegna fjármagnstekna, sem myndi gagnast stórum hópi lífeyrisþega. Við ákváðum árið 2009 að skerðingarmörk vegna tekna úr lífeyrissjóðum yrðu hækkuð tímabundið og lækkuð aftur í lok árs 2013. Kjaraskerðing lífeyrisþega yrði því tímabundin. Ekkert bólar á flýtingu þeirrarbreytingar, þrátt fyrir digur loforð stjórnarflokkanna þar um fyrir kosningar. Sama á við um loforð framsóknarþingmanna um endurgreiðslu allrar skerðingar allt frá árinu 2009. Ekkert bólar á efndum þar. Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þverpólitísku sátt milli fulltrúa flokka og aðila vinnumarkaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og teflir þeirri endurskoðun í tvísýnu. Eftir standa allir ókostir gamla kerfisins, sem við vildum losna við með nýju almannatryggingakerfi. Áfram verður 100% skerðing á framfærsluuppbót. Áfram geta lífeyrisþegar lent í falli á krónu og tapað hundruðum þúsunda ef þeir fá einni krónu meira en minna í greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009.Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hér er byrjað á öfugum enda og gripið til aðgerða sem ekki nýtast þorra lífeyrisþega. Einungis tveir afmarkaðir hópar hagnast á breytingunum: Aldraðir sem geta unnið og hafa atvinnutekjur og svo örorku- og ellilífeyrisþegar sem hafa a.m.k. 250.000 krónur í mánaðartekjur frá lífeyrissjóðum. Mest hagnast þeir 2.500 lífeyrisþegar sem eru með yfir 350.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóðum og fá nú ekkert úr ríkissjóði. Þeir munu eftir breytinguna fá rúmar 30.000 kr. fyrir skatt. Þessar breytingar gera ekkert fyrir lífeyrisþega með undir 250.000 í tekjur og sem ekki hafa atvinnutekjur. Ekkert bólar á efndum á raunverulegum kjarabótum, sem nýtast þorra lífeyrisþega. Svoleiðis aðgerðir virðast ekki ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Ekkert bólar á lækkun skerðinga vegna fjármagnstekna, sem myndi gagnast stórum hópi lífeyrisþega. Við ákváðum árið 2009 að skerðingarmörk vegna tekna úr lífeyrissjóðum yrðu hækkuð tímabundið og lækkuð aftur í lok árs 2013. Kjaraskerðing lífeyrisþega yrði því tímabundin. Ekkert bólar á flýtingu þeirrarbreytingar, þrátt fyrir digur loforð stjórnarflokkanna þar um fyrir kosningar. Sama á við um loforð framsóknarþingmanna um endurgreiðslu allrar skerðingar allt frá árinu 2009. Ekkert bólar á efndum þar. Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þverpólitísku sátt milli fulltrúa flokka og aðila vinnumarkaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og teflir þeirri endurskoðun í tvísýnu. Eftir standa allir ókostir gamla kerfisins, sem við vildum losna við með nýju almannatryggingakerfi. Áfram verður 100% skerðing á framfærsluuppbót. Áfram geta lífeyrisþegar lent í falli á krónu og tapað hundruðum þúsunda ef þeir fá einni krónu meira en minna í greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun