Eurovision-stjörnur keppa um vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 27. júní 2013 12:00 Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn. Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn.
Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55