Ísland togaði í okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Gunnar Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍBV en Eyjamenn eru strax farnir að skoða aðra leikmenn til að styrkja liðið fyrir koma ndi átök. Mynd/Vilhelm Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira