Hversdagsþörf hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 4. júlí 2013 07:30 Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar