Rekstrarform heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 17. júlí 2013 08:00 Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun