Hvað heitir makríll á ensku? Elín Hirst skrifar 19. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun