Barnafatamerkið Ígló eykur áherslu á erlenda markaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. júlí 2013 07:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí og Helga Ólafsdóttir aðalhönnuður merkisins sækja á erlenda markaði. Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira