Carly Rose Sonenclar úr X-Factor helsta fyrirmyndin Sara McMahon skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Birta Birgisdóttir, þrettán ára Vestmannaeyingur, hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I was your man með Bruno Mars. „Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira