Lars: Þrír sigrar skila pottþétt öðru sætinu í riðlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 06:00 Mynd/Anton Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó