

Pólitísk aðför
Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust.
Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti.
Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref.
Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.
Verndarflokkurinn
Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“
Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.
Lög um náttúruvernd
Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga.
Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir.
Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum.
Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða.
Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.
Fingraför?
Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu.
Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð.
Skoðun

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar