Hljómsveitin Buff heldur dansleik á Hótel Örk í kvöld í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar, sem hefur verið haldin í Hveragerði um árabil. Þetta verður í fyrsta sinn sem Buff spilar á Blómstrandi dögum.
Hljómsveitin hefur verið mjög iðin við spilamennsku í sumar og má þar helst nefna viðburði eins og Sjómannadaginn á Patró, Markaðsdagana á Bolungarvík, Neistaflug í Neskaupstað og Þjóðhátíð í Eyjum.
Hugsanlega kemur út nýtt efni með Buffi í haust en nokkuð langt er liðið síðan nýtt lag kom út með sveitinni.
Buff á Blómstrandi dögum
