Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2013 06:45 stemning Það verður örugglega mikil stemning í kringum Eyjaliðið í vetur enda komið samkeppnishæft lið sem er líklegt til afreka.fréttablaðið/stefán Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira