Auðvitað koma upp öðruvísi mál hjá stelpunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2013 10:00 Freyr Alexandersson var aðalþjálfari kvennaliðs Vals frá 2008 til 2010. Mynd/Daníel Samningur Freys við KSÍ nær fram yfir lokakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada. Fyrsta verkefni Freys með liðið er leikur í undankeppninni gegn Sviss á Laugardalsvelli þann 26. september. Freyr er ekki búinn að finna sér aðstoðarþjálfara og líklega verður Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, við hlið Freys í leiknum gegn Sviss. „KSÍ hafði samband við Leikni fyrir síðustu helgi en þeir leyfðu mér að klára leikinn á laugardag áður en talað var við mig. Það gerðist ekki fyrr en á sunnudaginn,“ segir Freyr en hann er þjálfari karlaliðs Leiknis í 1. deildinni. Hann er ekki ókunnugur kvennaboltanum enda var hann þjálfari kvennaliðs Vals og vann með því fimm stóra titla. „Það var ýmislegt sem ég þurfti að skoða áður en ég skrifaði undir. Fyrst og fremst með Leikni og svo í vinnunni minni í Steypustöðinni. Svo þurfti að ræða við fjölskylduna og athuga hvort þetta myndi allt ganga upp,“ segir Freyr en hann mun halda áfram að þjálfa Leiknisliðið. „Ég varð strax spenntur fyrir starfinu. Mér finnst þetta áhugavert starf og gott tækifæri fyrir mig.“ Kvennalandsliðið hefur verið á stöðugri uppleið undir stjórn Sigurðar Ragnars og komst til að mynda í átta liða úrslit á EM. Hvernig sér Freyr fyrir sér framtíð liðsins? „Mér finnst liðið enn vera á fínum aldri. Auðvitað eru þarna leikmenn sem eru búnir að spila í sjö ár og mér finnst þær flestar vera nægilega góðar til þess að spila áfram. Við þurfum að halda áfram að byggja við það sem Siggi og hans fólk gerði mjög vel,“ segir Freyr. Nýju fólki fylgja oft breytingar. Hvaða breytingum má búast við hjá Frey? „Það væri glórulaust að kúvenda liðinu fyrir næsta leik sem er handan við hornið. Að sjálfsögðu munu einhver ný andlit koma inn og svo á ég eftir að ræða við leikmenn. Ég vil breyta um leikstíl að einhverju leyti en hvenær ég get gert það verður að koma í ljós. Ég er hrifinn af góðu kantspili og við eigum leikmenn í það. Ég vil líka spila góðan varnarleik enda vinna lið ekki neitt nema spila almennilegan varnarleik. Liðið verður vel skipulagt og svo erum við með það góða sóknarmenn að við eigum að geta sótt af afli og einfaldur, kraftmikill sóknarleikur á að geta skilað okkur stigum.“Mynd/DaníelFreyr þjálfaði Valsliðið um tíma með Elísabetu Gunnarsdóttur. Elísabet sagði í viðtali á dögunum að það væri erfitt að þjálfa konur þar sem þær kynnu að búa til dramatík. „Ég er að þjálfa karlalið í Breiðholtinu og þeir eru ekkert skárri. Þar sem kemur saman hópur af kappsömum íþróttamönnum þá verða eðlilega árekstrar en auðvitað koma öðruvísi mál hjá stelpunum. Ég hef þjálfað stelpur áður og veit út í hvað ég er að fara. Ég kvíði því ekki. Að sjálfsögðu þarf samt alltaf að vera á tánum, sama hvort maður er að þjálfa stelpur eða stráka,“ segir Freyr en er eitthvað sérstaklega erfitt við að þjálfa stelpur? „Að þjálfa stelpur í þessum gæðaflokki og alvöru íþróttamenn, karlmenn, það er enginn munur. Það koma upp sömu vandamál. Leikmenn eru óánægðir ef þeir fá ekki að spila og það er eðlilegt vandamál. Ég get því ekki bent á neitt sérstakt ef ég á að vera heiðarlegur.“ Freyr segist ekki leggja neina sérstaka áherslu á að vera með konu sem aðstoðarmann en hann mun þó nýta sér krafta Elísabetar Gunnarsdóttur. „Elísabet er eina konan sem kemur til greina. Hvort sem hún verður aðstoðarmaður eða ekki þá mun hún koma á einhvern hátt að liðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Samningur Freys við KSÍ nær fram yfir lokakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada. Fyrsta verkefni Freys með liðið er leikur í undankeppninni gegn Sviss á Laugardalsvelli þann 26. september. Freyr er ekki búinn að finna sér aðstoðarþjálfara og líklega verður Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, við hlið Freys í leiknum gegn Sviss. „KSÍ hafði samband við Leikni fyrir síðustu helgi en þeir leyfðu mér að klára leikinn á laugardag áður en talað var við mig. Það gerðist ekki fyrr en á sunnudaginn,“ segir Freyr en hann er þjálfari karlaliðs Leiknis í 1. deildinni. Hann er ekki ókunnugur kvennaboltanum enda var hann þjálfari kvennaliðs Vals og vann með því fimm stóra titla. „Það var ýmislegt sem ég þurfti að skoða áður en ég skrifaði undir. Fyrst og fremst með Leikni og svo í vinnunni minni í Steypustöðinni. Svo þurfti að ræða við fjölskylduna og athuga hvort þetta myndi allt ganga upp,“ segir Freyr en hann mun halda áfram að þjálfa Leiknisliðið. „Ég varð strax spenntur fyrir starfinu. Mér finnst þetta áhugavert starf og gott tækifæri fyrir mig.“ Kvennalandsliðið hefur verið á stöðugri uppleið undir stjórn Sigurðar Ragnars og komst til að mynda í átta liða úrslit á EM. Hvernig sér Freyr fyrir sér framtíð liðsins? „Mér finnst liðið enn vera á fínum aldri. Auðvitað eru þarna leikmenn sem eru búnir að spila í sjö ár og mér finnst þær flestar vera nægilega góðar til þess að spila áfram. Við þurfum að halda áfram að byggja við það sem Siggi og hans fólk gerði mjög vel,“ segir Freyr. Nýju fólki fylgja oft breytingar. Hvaða breytingum má búast við hjá Frey? „Það væri glórulaust að kúvenda liðinu fyrir næsta leik sem er handan við hornið. Að sjálfsögðu munu einhver ný andlit koma inn og svo á ég eftir að ræða við leikmenn. Ég vil breyta um leikstíl að einhverju leyti en hvenær ég get gert það verður að koma í ljós. Ég er hrifinn af góðu kantspili og við eigum leikmenn í það. Ég vil líka spila góðan varnarleik enda vinna lið ekki neitt nema spila almennilegan varnarleik. Liðið verður vel skipulagt og svo erum við með það góða sóknarmenn að við eigum að geta sótt af afli og einfaldur, kraftmikill sóknarleikur á að geta skilað okkur stigum.“Mynd/DaníelFreyr þjálfaði Valsliðið um tíma með Elísabetu Gunnarsdóttur. Elísabet sagði í viðtali á dögunum að það væri erfitt að þjálfa konur þar sem þær kynnu að búa til dramatík. „Ég er að þjálfa karlalið í Breiðholtinu og þeir eru ekkert skárri. Þar sem kemur saman hópur af kappsömum íþróttamönnum þá verða eðlilega árekstrar en auðvitað koma öðruvísi mál hjá stelpunum. Ég hef þjálfað stelpur áður og veit út í hvað ég er að fara. Ég kvíði því ekki. Að sjálfsögðu þarf samt alltaf að vera á tánum, sama hvort maður er að þjálfa stelpur eða stráka,“ segir Freyr en er eitthvað sérstaklega erfitt við að þjálfa stelpur? „Að þjálfa stelpur í þessum gæðaflokki og alvöru íþróttamenn, karlmenn, það er enginn munur. Það koma upp sömu vandamál. Leikmenn eru óánægðir ef þeir fá ekki að spila og það er eðlilegt vandamál. Ég get því ekki bent á neitt sérstakt ef ég á að vera heiðarlegur.“ Freyr segist ekki leggja neina sérstaka áherslu á að vera með konu sem aðstoðarmann en hann mun þó nýta sér krafta Elísabetar Gunnarsdóttur. „Elísabet er eina konan sem kemur til greina. Hvort sem hún verður aðstoðarmaður eða ekki þá mun hún koma á einhvern hátt að liðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira