Það er hundaæði á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 09:00 Myndband við Glaðasta hund í heimi hefur verið skoðað yfir 100 þúsund sinnum á Youtube. fréttablaðið/valli „Það er hundaæði á Íslandi,“ segir dr. Gunni, spurður út í vinsældir lagsins Glaðasti hundur í heimi. Myndband við lagið hefur verið skoðað yfir eitt hundrað þúsund sinnum á síðunni Youtube. Lagið er það mest selda á Tonlist.is og er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2. Einnig er það bæði á vinsældarlistum Bylgjunnar og FM 957. „Maður rennir alltaf blint í sjóinn með þessi lög sín. Stundum gerist ekki neitt en einstaka sinnum hittir maður á eitthvað svona sem virkar,“ segir dr. Gunni um lagið sitt. Ýmsir hafa tjáð sig um það á Youtube og sum ummælin eru ekki eins gleðileg og önnur. „Það er alls konar neikvæðni hjá einhverjum gelgjuunglingum. Maður reynir að sleppa því að lesa það til að það eyðileggi ekki fyrir manni daginn.“ Myndband með dansinum sem Jóhann Örn Ólafsson samdi við lagið hefur verið skoðað um 40 þúsund sinnum á Youtube og segist dr. Gunni vera búinn að læra dansinn í viðlaginu. „Þetta er mjög góður dans.“ Aðspurður hvort Glaðasti hundur í heimi muni slá barnalagi hans, Prumpufólkinu, við í vinsældum segir hann: „Það kemur í ljós í desember 2014 þegar ég fæ stefgjöldin.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það er hundaæði á Íslandi,“ segir dr. Gunni, spurður út í vinsældir lagsins Glaðasti hundur í heimi. Myndband við lagið hefur verið skoðað yfir eitt hundrað þúsund sinnum á síðunni Youtube. Lagið er það mest selda á Tonlist.is og er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2. Einnig er það bæði á vinsældarlistum Bylgjunnar og FM 957. „Maður rennir alltaf blint í sjóinn með þessi lög sín. Stundum gerist ekki neitt en einstaka sinnum hittir maður á eitthvað svona sem virkar,“ segir dr. Gunni um lagið sitt. Ýmsir hafa tjáð sig um það á Youtube og sum ummælin eru ekki eins gleðileg og önnur. „Það er alls konar neikvæðni hjá einhverjum gelgjuunglingum. Maður reynir að sleppa því að lesa það til að það eyðileggi ekki fyrir manni daginn.“ Myndband með dansinum sem Jóhann Örn Ólafsson samdi við lagið hefur verið skoðað um 40 þúsund sinnum á Youtube og segist dr. Gunni vera búinn að læra dansinn í viðlaginu. „Þetta er mjög góður dans.“ Aðspurður hvort Glaðasti hundur í heimi muni slá barnalagi hans, Prumpufólkinu, við í vinsældum segir hann: „Það kemur í ljós í desember 2014 þegar ég fæ stefgjöldin.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira