Til styrktar Hagbarði og börnunum 7. september 2013 12:00 Ein þeirra sem koma fram á tónleikunum er Ragnheiður Gröndal. Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða 28. september í Grafarvogskirkju klukkan 16. Þeir hafa yfirskriftina Stjörnuljós og allur ágóði þeirra rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún var ættuð úr Mosfellssveit og því ákvað kirkjukórinn að fjölskyldan hennar nyti góðs af tónleikunum í ár. Listamenn á tónleikunum verða KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Elísabet Waage hörpuleikari, Karlakórinn Þrestir, unglingakórinn Vox populi og Kirkjukór Lágafellssóknar. Einnig mun strengjasveit, ásamt klarinettuleikara, spila undir stjórn Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, bróður Hagbarðar. Þess má geta að Hjörleifur hefur leikið á tugum styrktartónleika vegna hinna ýmsu málefna. Sem dæmi um atriði á tónleikunum má nefna að KK tekur Vegbúann með Þröstunum. Einnig syngja Jóhann Friðgeir og Hulda Björk saman í dúett Amigos Parasiempre með kirkjukórnum og Jóhann Friðgeir tekur fræga turnaríu úr Toscu við meðleik strengjasveitar. Leikið verður á pákur og symbala í lokalaginu, Úr útsæ rísa Íslands fjöll, með Þröstum, kirkjukórnum og öllum hinum. Listamennirnir gefa að sjálfsögðu vinnu sína og leggja málefninu lið af ánægju og örlæti, að sögn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista Lágafellssóknar og stjórnanda viðburðarins. Aðgangseyrir er þrjú þúsund krónur en ókeypis er fyrir börn undir tólf ára. Posi verður á staðnum og einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu hjá Arnhildi sem er með netfangið arnhildurv@simnet.is. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða 28. september í Grafarvogskirkju klukkan 16. Þeir hafa yfirskriftina Stjörnuljós og allur ágóði þeirra rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún var ættuð úr Mosfellssveit og því ákvað kirkjukórinn að fjölskyldan hennar nyti góðs af tónleikunum í ár. Listamenn á tónleikunum verða KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Elísabet Waage hörpuleikari, Karlakórinn Þrestir, unglingakórinn Vox populi og Kirkjukór Lágafellssóknar. Einnig mun strengjasveit, ásamt klarinettuleikara, spila undir stjórn Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, bróður Hagbarðar. Þess má geta að Hjörleifur hefur leikið á tugum styrktartónleika vegna hinna ýmsu málefna. Sem dæmi um atriði á tónleikunum má nefna að KK tekur Vegbúann með Þröstunum. Einnig syngja Jóhann Friðgeir og Hulda Björk saman í dúett Amigos Parasiempre með kirkjukórnum og Jóhann Friðgeir tekur fræga turnaríu úr Toscu við meðleik strengjasveitar. Leikið verður á pákur og symbala í lokalaginu, Úr útsæ rísa Íslands fjöll, með Þröstum, kirkjukórnum og öllum hinum. Listamennirnir gefa að sjálfsögðu vinnu sína og leggja málefninu lið af ánægju og örlæti, að sögn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista Lágafellssóknar og stjórnanda viðburðarins. Aðgangseyrir er þrjú þúsund krónur en ókeypis er fyrir börn undir tólf ára. Posi verður á staðnum og einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu hjá Arnhildi sem er með netfangið arnhildurv@simnet.is.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira