Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2013 09:00 Íslensku strákarnir fagna hér í leikslok eftir 4-4 jafntefli í Bern á föstudagskvöldið þeegar íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Mynd/Valli Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn