Kæru alþingismenn Elín Hirst skrifar 10. september 2013 06:00 Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar