Ákvað fjórtán ára gamall að dæma í NBA-deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 07:00 Ástríðufullur. Crawford fór á kostum á fundinum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“ NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“
NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn