Dómsvald Vegagerðarinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar