Ný og skemmtileg orka í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2013 06:00 Liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Malmö óttuðust að hún myndi láta Ramonu Bachmann, leikmann Malmö og svissneska landsliðsins, finna of mikið fyrir sér. Mynd/Valli Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast