Mikilvægt að vera skapandi í daglegu lífi Sara McMahon skrifar 27. september 2013 11:00 Eva Berger starfar sem leikmynda- og búningahönnuður. Hún segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt. Fréttablaðið/Vilhelm Eva Berger er menntaður leikmynda- og búningahönnuður frá hinum virta skóla Central Saint Martins College of Art and Design í London. Hún útskrifaðist þaðan árið 2007 og hefur starfað við hin ýmsu verkefni hér heima, nú síðast við Harmsögu sem frumsýnd var í Kassanum á laugardaginn fyrir viku, og hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína. Hún kemur einnig að uppsetningu brúðusýningarinnar Aladdín, sem verður frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins 5. október, og leikverkinu Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttur, sem sett verður upp í Kassanum eftir áramót.Hvaðan kom leikhúsáhuginn? „Ég hef alltaf haft gaman af leikhúsi og mamma byrjaði snemma að fara með mig á „fullorðinssýningar“. Ég held ég hafi verið fimm ára þegar ég sá Pilt og stúlku hjá Leikfélagi Akureyrar. Amma og afi eru einnig miklir listunnendur og fóru oft með mig á sýningar og söfn. Ég man vel eftir flestum leiksýningum sem ég sá þegar ég var barn. Sem unglingur var ég svo í leikfélagi, Leikklúbbnum Sögu, sem var rekinn eingöngu af unglingum. Þegar ég byrjaði vorum við á aldrinum þrettán til fimmtán ára og tókum þetta mjög alvarlega. Við fengum styrk frá Akureyrarbæ og notuðum féð til að ráða til okkar leikstjóra og settum upp sýningar og tókum þátt í samstarfsverkefnum með unglingaleikhópum á Norðurlöndunum. Ég lék svo í nokkrum sýningum með Leikfélagi Akureyrar og Freyvangsleikhúsinu og ætlaði alltaf að verða leikkona. Eftir því sem ég eltist naut ég þess reyndar minna að leika og fannst skemmtilegra að koma að uppsetningum á annan hátt en það hvarflaði einhvern veginn ekki að mér að ég gæti starfað á öðrum vettvangi innan leikhússins fyrr en ég var orðin tvítug. Mig vantaði hins vegar listnámsgrunn til að geta sótt um í háskóla úti og fór þá á almenna listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Það var virkilega gott fornám og ég bý enn að því sem ég lærði þar.“Þú hlaust menntun þína við hinn virta Central Saint Martins College of Art and Design. Hvernig líkaði þér námið? „Ég kunni mjög vel við mig í London. Þetta er ofsalega stór skóli en í raun fann ég ekki svo mikið fyrir því þar sem skólinn var þá á mörgum stöðum í borginni. Mín deild hafði aðstöðu í gamalli prentsmiðju í Farringdon. Við vorum um fimmtíu nemendur frá þrjátíu löndum á mínu ári og ég held ég hafi lært engu minna af samnemendum mínum en kennurum,“ útskýrir Eva. „Það var mjög gott fyrirkomulag á námsmatinu; maður vann og kynnti svo verkefnið sitt fyrir bekknum. Síðan var maður paraður við annan nemanda og saman þurftum við að meta verk tveggja annarra út frá ákveðnu kerfi. Þetta þurfti maður líka að gera fyrir sitt eigið verkefni. Þetta gat verið erfitt því stundum þurfti maður að segja vinum sínum að manni þætti vinnan þeirra ekki nógu góð, og enn erfiðara þegar maður gaf sjálfum sér háa einkunn og þurfti svo að sjá hvort samnemendur og kennarar væru sammála því mati. En þetta var góð þjálfun, maður lærði bæði að gagnrýna vinnu sína og hrósa sjálfum sér og rökstyðja skoðanir sínar.“Eva segir starfið skemmtileg.Er allt í ölluHarmsaga, nýtt leikverk eftir Mikael Torfason, var frumflutt í Kassanum fyrir viku. Verkið hefur hlotið góða dóma og leikmyndin spilar að sjálfsögðu þar inn í. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, segir leikmyndina meðal annars „vega glæsilega salt milli natúralismans og þeirrar leikrænu framandgervingar sem verkið er byggt á“. Þótti þér þetta skemmtilegt verkefni að takast á við? „Þetta var alveg frábært og æðislegur hópur að vinna með. Svo var líka alveg ný reynsla fyrir mig að fá fullan aðgang að stoðdeildum Þjóðleikhússins, meira fjármagn en ég er vön og meira að segja hærri laun,“ segir Eva Signý og hlær.Hvað áttu við þegar þú segir stoðdeildir? „Ég er vön að vinna með sjálfstæðum leikhópum og smíða eða sauma flest sjálf. Síðasta ár var ég fastráðin við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í eitt ár vegna mikils fjölda útskriftarsýninga. Þar sinnti ég alls kyns hlutverkum og sá meðal annars um tæknimál, lýsingu, leikmynd og búninga, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Í Þjóðleikhúsinu eru deildir sem sjá um alla hluti: leikmunadeild, búningadeild, sviðsmenn og sérfræðingar í öllum tæknimálum. Maður deilir ábyrgðinni með fleirum og er meira með á æfingum og hefur betri heildarsýn. Ég þarf til dæmis ekki að laga leikmynd eða búninga ef eitthvað skemmist, eða mæta á hverja sýningu til að strauja dúk eða stilla upp, sem er mikill lúxus.“Vill helst sleppa búðarápiHvernig undirbýrðu þig fyrir nýtt verkefni? Hvaðan færðu innblástur og hugmyndir? „Það er mismunandi. Ef það er handrit byrja ég á að lesa það og þá kvikna oftast einhverjar hugmyndir. Ég nota netið mikið og les mér til um efnið og svo fer ég á bókasafnið og skoða bækur, tímarit og myndir. Maður vinnur líka náið með leikstjóranum og stundum leikskáldinu. Síðan tekur við hönnunarvinna sem felst í því að koma hugmyndunum í einhvers konar form, oft teikningar og líkön.“Hvað tekur svo við? Ferðu á bæjarrölt og finnur það sem vantar í uppsetninguna? „Já, ég er á stanslausu búðarápi,“ segir hún og brosir. „Nei, oft hefur maður úr litlu fjármagni að moða og þá nýtir maður nytjamarkaði eða reynir að fá hluti lánaða, til dæmis hjá Þjóðleikhúsinu og Sjónvarpinu, sem hafa verið mjög liðleg. Stundum nota ég mína eigin hluti í uppsetningar og svo þarf oft að búa til hluti frá grunni. Þetta er mjög misjafnt eftir verkefnum, ég hef til dæmis eytt heilu dögunum á Barnalandi í leit að hlutum sem manni finnst að ættu að vera alveg borðleggjandi. Einu sinni þurfti ég að finna útvíðar gallabuxur á hávaxinn karlmann og það var virkilega snúið að verða sér úti um slíka flík. Skemmtilegast finnst mér samt að búa hluti til og þurfa ekki að eyða of miklum tíma í að keyra um bæinn og kaupa inn.“Verður þú aldrei kvíðin fyrir frumsýningar? „Nánast undantekningarlaust.“Eva sér bæði um sviðsmynd og búninga.Alþjóðlegt fjölskyldulífHvað með eftirnafn þitt, er það erlent að uppruna? „Pabbi minn er tékkneskur. Hann og mamma kynntust þegar þau voru við nám í Manchester en hann hefur búið hér á Íslandi frá því þau luku námi. Hann, amma mín og afi yfirgáfu Tékkland árið 1968 og fluttu til London. Mamma og pabbi voru mjög heppin því þau losnuðu við mig í mánuð eða tvo á hverju sumri þegar ég fór til Englands til ömmu og afa og kom heim sólbrún og sæl. Mér þótti alltaf afskaplega gaman að heimsækja ömmu og afa og hluti af ástæðunni fyrir því að ég sótti um nám í London var að ég vildi geta hitt þau oftar en einu sinni á ári. Mér þótti líka mjög gaman að kynnast London upp á nýtt þegar ég var þar við nám, áður höfðu amma og afi bara leitt mig um borgina og ég lítið pælt í henni. Ég elska London, þetta er svo margslungin borg með mörgum skemmtilegum en ólíkum kjörnum og auðvitað iðandi leikhúslífi.“Eva er í sambúð með Dean Ferrell, kontrabassaleikara með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og eiga þau saman dótturina Petru, sem er þriggja ára. Fyrir á Dean þrjú önnur börn. Dean er bandarískur og því má með sanni segja að heimilið sé ansi fjölþjóðlegt. Er lögð mikil áhersla á listrænt uppeldi á heimilinu? „Nei. Eða, ég veit það ekki. Við erum bæði listamenn og oft skapandi í því sem við gerum og ég vona að það skili sér líka inn í uppeldið. Mér finnst samt mikilvægt að börn fái tækifæri til að vera skapandi í daglegu lífi og ég reyni að vera hvetjandi ef ég verð vör við slíka tilburði, bæði hjá dóttur minni og systkinum hennar. Vinnutími okkar beggja er kannski það sem er óhefðbundið við heimilishaldið, hann getur verið ansi óreglulegur en það er kannski ekki svo ólíkt því sem fólk í vaktavinnu er vant. Það hentar mér samt ágætlega, ég skil ekki hvernig dagvinnufólk finnur tíma til að útrétta og versla í matinn,“ segir hún og hlær. „Mér líkar vel að geta ráðið vinnutíma mínum sjálf, þótt óvissan geti á stundum verið óþægileg. En leikhúsheimurinn á Íslandi er frekar aðgengilegur og það er lítið um samkeppni, fólk sýnir hvert öðru stuðning og þannig leiðir eitt verkefni yfirleitt að öðru.“En hefur þú hug á að starfa annars staðar en hér á landi? „Mér finnst leikhúslífið á Íslandi mjög spennandi og eins og ég sagði áðan, frekar aðgengilegt. Það eru fleiri að berjast um bitana úti og þess vegna er erfitt að vera sýnilegur þar. Ég hefði áhuga á að flytja út í frekara nám, en ekki endilega til þess að vinna.“Að lokum, áttu þér draumaverkefni sem þú mundir vilja takast á við í framtíðinni? „Alveg helling! Til dæmis eru næstu verkefnin mín, Svanir skilja ekki og Wide Slumber, algjör draumaverkefni.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eva Berger er menntaður leikmynda- og búningahönnuður frá hinum virta skóla Central Saint Martins College of Art and Design í London. Hún útskrifaðist þaðan árið 2007 og hefur starfað við hin ýmsu verkefni hér heima, nú síðast við Harmsögu sem frumsýnd var í Kassanum á laugardaginn fyrir viku, og hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína. Hún kemur einnig að uppsetningu brúðusýningarinnar Aladdín, sem verður frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins 5. október, og leikverkinu Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttur, sem sett verður upp í Kassanum eftir áramót.Hvaðan kom leikhúsáhuginn? „Ég hef alltaf haft gaman af leikhúsi og mamma byrjaði snemma að fara með mig á „fullorðinssýningar“. Ég held ég hafi verið fimm ára þegar ég sá Pilt og stúlku hjá Leikfélagi Akureyrar. Amma og afi eru einnig miklir listunnendur og fóru oft með mig á sýningar og söfn. Ég man vel eftir flestum leiksýningum sem ég sá þegar ég var barn. Sem unglingur var ég svo í leikfélagi, Leikklúbbnum Sögu, sem var rekinn eingöngu af unglingum. Þegar ég byrjaði vorum við á aldrinum þrettán til fimmtán ára og tókum þetta mjög alvarlega. Við fengum styrk frá Akureyrarbæ og notuðum féð til að ráða til okkar leikstjóra og settum upp sýningar og tókum þátt í samstarfsverkefnum með unglingaleikhópum á Norðurlöndunum. Ég lék svo í nokkrum sýningum með Leikfélagi Akureyrar og Freyvangsleikhúsinu og ætlaði alltaf að verða leikkona. Eftir því sem ég eltist naut ég þess reyndar minna að leika og fannst skemmtilegra að koma að uppsetningum á annan hátt en það hvarflaði einhvern veginn ekki að mér að ég gæti starfað á öðrum vettvangi innan leikhússins fyrr en ég var orðin tvítug. Mig vantaði hins vegar listnámsgrunn til að geta sótt um í háskóla úti og fór þá á almenna listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Það var virkilega gott fornám og ég bý enn að því sem ég lærði þar.“Þú hlaust menntun þína við hinn virta Central Saint Martins College of Art and Design. Hvernig líkaði þér námið? „Ég kunni mjög vel við mig í London. Þetta er ofsalega stór skóli en í raun fann ég ekki svo mikið fyrir því þar sem skólinn var þá á mörgum stöðum í borginni. Mín deild hafði aðstöðu í gamalli prentsmiðju í Farringdon. Við vorum um fimmtíu nemendur frá þrjátíu löndum á mínu ári og ég held ég hafi lært engu minna af samnemendum mínum en kennurum,“ útskýrir Eva. „Það var mjög gott fyrirkomulag á námsmatinu; maður vann og kynnti svo verkefnið sitt fyrir bekknum. Síðan var maður paraður við annan nemanda og saman þurftum við að meta verk tveggja annarra út frá ákveðnu kerfi. Þetta þurfti maður líka að gera fyrir sitt eigið verkefni. Þetta gat verið erfitt því stundum þurfti maður að segja vinum sínum að manni þætti vinnan þeirra ekki nógu góð, og enn erfiðara þegar maður gaf sjálfum sér háa einkunn og þurfti svo að sjá hvort samnemendur og kennarar væru sammála því mati. En þetta var góð þjálfun, maður lærði bæði að gagnrýna vinnu sína og hrósa sjálfum sér og rökstyðja skoðanir sínar.“Eva segir starfið skemmtileg.Er allt í ölluHarmsaga, nýtt leikverk eftir Mikael Torfason, var frumflutt í Kassanum fyrir viku. Verkið hefur hlotið góða dóma og leikmyndin spilar að sjálfsögðu þar inn í. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, segir leikmyndina meðal annars „vega glæsilega salt milli natúralismans og þeirrar leikrænu framandgervingar sem verkið er byggt á“. Þótti þér þetta skemmtilegt verkefni að takast á við? „Þetta var alveg frábært og æðislegur hópur að vinna með. Svo var líka alveg ný reynsla fyrir mig að fá fullan aðgang að stoðdeildum Þjóðleikhússins, meira fjármagn en ég er vön og meira að segja hærri laun,“ segir Eva Signý og hlær.Hvað áttu við þegar þú segir stoðdeildir? „Ég er vön að vinna með sjálfstæðum leikhópum og smíða eða sauma flest sjálf. Síðasta ár var ég fastráðin við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í eitt ár vegna mikils fjölda útskriftarsýninga. Þar sinnti ég alls kyns hlutverkum og sá meðal annars um tæknimál, lýsingu, leikmynd og búninga, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Í Þjóðleikhúsinu eru deildir sem sjá um alla hluti: leikmunadeild, búningadeild, sviðsmenn og sérfræðingar í öllum tæknimálum. Maður deilir ábyrgðinni með fleirum og er meira með á æfingum og hefur betri heildarsýn. Ég þarf til dæmis ekki að laga leikmynd eða búninga ef eitthvað skemmist, eða mæta á hverja sýningu til að strauja dúk eða stilla upp, sem er mikill lúxus.“Vill helst sleppa búðarápiHvernig undirbýrðu þig fyrir nýtt verkefni? Hvaðan færðu innblástur og hugmyndir? „Það er mismunandi. Ef það er handrit byrja ég á að lesa það og þá kvikna oftast einhverjar hugmyndir. Ég nota netið mikið og les mér til um efnið og svo fer ég á bókasafnið og skoða bækur, tímarit og myndir. Maður vinnur líka náið með leikstjóranum og stundum leikskáldinu. Síðan tekur við hönnunarvinna sem felst í því að koma hugmyndunum í einhvers konar form, oft teikningar og líkön.“Hvað tekur svo við? Ferðu á bæjarrölt og finnur það sem vantar í uppsetninguna? „Já, ég er á stanslausu búðarápi,“ segir hún og brosir. „Nei, oft hefur maður úr litlu fjármagni að moða og þá nýtir maður nytjamarkaði eða reynir að fá hluti lánaða, til dæmis hjá Þjóðleikhúsinu og Sjónvarpinu, sem hafa verið mjög liðleg. Stundum nota ég mína eigin hluti í uppsetningar og svo þarf oft að búa til hluti frá grunni. Þetta er mjög misjafnt eftir verkefnum, ég hef til dæmis eytt heilu dögunum á Barnalandi í leit að hlutum sem manni finnst að ættu að vera alveg borðleggjandi. Einu sinni þurfti ég að finna útvíðar gallabuxur á hávaxinn karlmann og það var virkilega snúið að verða sér úti um slíka flík. Skemmtilegast finnst mér samt að búa hluti til og þurfa ekki að eyða of miklum tíma í að keyra um bæinn og kaupa inn.“Verður þú aldrei kvíðin fyrir frumsýningar? „Nánast undantekningarlaust.“Eva sér bæði um sviðsmynd og búninga.Alþjóðlegt fjölskyldulífHvað með eftirnafn þitt, er það erlent að uppruna? „Pabbi minn er tékkneskur. Hann og mamma kynntust þegar þau voru við nám í Manchester en hann hefur búið hér á Íslandi frá því þau luku námi. Hann, amma mín og afi yfirgáfu Tékkland árið 1968 og fluttu til London. Mamma og pabbi voru mjög heppin því þau losnuðu við mig í mánuð eða tvo á hverju sumri þegar ég fór til Englands til ömmu og afa og kom heim sólbrún og sæl. Mér þótti alltaf afskaplega gaman að heimsækja ömmu og afa og hluti af ástæðunni fyrir því að ég sótti um nám í London var að ég vildi geta hitt þau oftar en einu sinni á ári. Mér þótti líka mjög gaman að kynnast London upp á nýtt þegar ég var þar við nám, áður höfðu amma og afi bara leitt mig um borgina og ég lítið pælt í henni. Ég elska London, þetta er svo margslungin borg með mörgum skemmtilegum en ólíkum kjörnum og auðvitað iðandi leikhúslífi.“Eva er í sambúð með Dean Ferrell, kontrabassaleikara með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og eiga þau saman dótturina Petru, sem er þriggja ára. Fyrir á Dean þrjú önnur börn. Dean er bandarískur og því má með sanni segja að heimilið sé ansi fjölþjóðlegt. Er lögð mikil áhersla á listrænt uppeldi á heimilinu? „Nei. Eða, ég veit það ekki. Við erum bæði listamenn og oft skapandi í því sem við gerum og ég vona að það skili sér líka inn í uppeldið. Mér finnst samt mikilvægt að börn fái tækifæri til að vera skapandi í daglegu lífi og ég reyni að vera hvetjandi ef ég verð vör við slíka tilburði, bæði hjá dóttur minni og systkinum hennar. Vinnutími okkar beggja er kannski það sem er óhefðbundið við heimilishaldið, hann getur verið ansi óreglulegur en það er kannski ekki svo ólíkt því sem fólk í vaktavinnu er vant. Það hentar mér samt ágætlega, ég skil ekki hvernig dagvinnufólk finnur tíma til að útrétta og versla í matinn,“ segir hún og hlær. „Mér líkar vel að geta ráðið vinnutíma mínum sjálf, þótt óvissan geti á stundum verið óþægileg. En leikhúsheimurinn á Íslandi er frekar aðgengilegur og það er lítið um samkeppni, fólk sýnir hvert öðru stuðning og þannig leiðir eitt verkefni yfirleitt að öðru.“En hefur þú hug á að starfa annars staðar en hér á landi? „Mér finnst leikhúslífið á Íslandi mjög spennandi og eins og ég sagði áðan, frekar aðgengilegt. Það eru fleiri að berjast um bitana úti og þess vegna er erfitt að vera sýnilegur þar. Ég hefði áhuga á að flytja út í frekara nám, en ekki endilega til þess að vinna.“Að lokum, áttu þér draumaverkefni sem þú mundir vilja takast á við í framtíðinni? „Alveg helling! Til dæmis eru næstu verkefnin mín, Svanir skilja ekki og Wide Slumber, algjör draumaverkefni.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira