Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Fréttablaðið/Anton Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira