Biðin er óþolandi! Árni Stefán Jónsson skrifar 27. september 2013 06:00 Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun