Verður snjóbrettamaður einn af keppendum Íslands á ÓL? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 07:00 Halldór Helgason. Mynd/NordicPhotos/Getty Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira