„Mennt er máttur“ Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. október 2013 06:00 Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun