Hættum þessum rugli, ræðum saman! Ellen Calmon skrifar 10. október 2013 06:00 Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari!
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar