Þykir ófínna að vera hagyrðingur en skáld Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2013 10:00 Bjarki segir að sér þyki vænst um að gömlu bragarhætt-irnir skuli hafa verið teknir í sátt. Fréttablaðið/Valli Bjarki Karlsson, doktorsnemi í mál- og bragfræði, hlaut í gær bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu hjá dómnefndinni er að hún skuli taka hina sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki Karlsson sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Árleysi alda. „Þeir hafa um alllangt skeið verið litnir hornauga í bókmenntaumræðunni og þeir sem yrkja verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki, innifalið í þeirri flokkun er að það þykir ófínna að vera hagyrðingur.“ Bjarki er doktorsnemi í málfræði og bragfræði og viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er íslenskur og færeyskur kveðskapur frá því um 1500 og fram á okkar daga. Áhugi hans á skáldskap aldanna leynir sér ekki í bókinni þar sem meðal annars er að finna háttatal þar sem lagt er út af vísunni um afa sem fór á honum Rauð. „Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem hafa komið fram í gegnum bókmenntasöguna,“ útskýrir Bjarki. „Ég nota söguna um afa og Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta einhverju við og þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“ Fjörutíu og sex handrit að ljóðabókum bárust í keppnina að þessu sinni og var dómnefndin skipuð skáldunum Davíð Stefánssyni, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur. Verðlaunin nema 600.000 krónum og er útgáfuréttur í höndum vinningshafa og þess forlags sem hann velur. Bjarki valdi Uppheima og kom bókin út í gær eins og vera ber. Ítarlegt viðtal við Bjarka verður á bókasíðu helgarblaðs Fréttablaðsins á morgun. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bjarki Karlsson, doktorsnemi í mál- og bragfræði, hlaut í gær bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu hjá dómnefndinni er að hún skuli taka hina sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki Karlsson sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Árleysi alda. „Þeir hafa um alllangt skeið verið litnir hornauga í bókmenntaumræðunni og þeir sem yrkja verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki, innifalið í þeirri flokkun er að það þykir ófínna að vera hagyrðingur.“ Bjarki er doktorsnemi í málfræði og bragfræði og viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er íslenskur og færeyskur kveðskapur frá því um 1500 og fram á okkar daga. Áhugi hans á skáldskap aldanna leynir sér ekki í bókinni þar sem meðal annars er að finna háttatal þar sem lagt er út af vísunni um afa sem fór á honum Rauð. „Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem hafa komið fram í gegnum bókmenntasöguna,“ útskýrir Bjarki. „Ég nota söguna um afa og Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta einhverju við og þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“ Fjörutíu og sex handrit að ljóðabókum bárust í keppnina að þessu sinni og var dómnefndin skipuð skáldunum Davíð Stefánssyni, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur. Verðlaunin nema 600.000 krónum og er útgáfuréttur í höndum vinningshafa og þess forlags sem hann velur. Bjarki valdi Uppheima og kom bókin út í gær eins og vera ber. Ítarlegt viðtal við Bjarka verður á bókasíðu helgarblaðs Fréttablaðsins á morgun.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira