

Í sókn á norðurslóðum
Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd.
Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.
Tækifæri og áskoranir
Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf.
Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands.
Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu.
Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri.
Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.
Skarpari norðurslóðastefna
Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar.
Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi.
Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum.
Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum.
Skoðun

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar