Nærri 3.500 sitja í nefndum ríkisins Brjánn Jónasson skrifar 24. október 2013 06:00 Nefndir og stjórnir sem starfa á vegum ríkisins funda mjög mis-reglulega. Fréttablaðið/GVA Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur. Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur.
Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira