Skáldkonur eru drottningar í hópi karla Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 9. nóvember 2013 09:00 Þórunn Erlu Valdimarsdóttir „Við erum drottningar. Helga Kress segir að það sé sígild náttúrleg regla í karlahópi: Ein drottning, margir karlar – við erum á valdi boðefnanna DNA og lífsögunnar, ekki bara menningarinnar,“ segir Þórunn Erlu Valdimarsdóttir rithöfundur. Blaðamaður Fréttablaðsins efndi til hringborðsumræðna í litlu horni á Facebook-vegg Friðriku Benónýsdóttur, menningarritstjóra blaðsins og gagnrýnanda, um stöðu kvenna á bókamarkaði. Friðrika gaf upp boltann með því að segjast hafa rekið augun í að skáldkonur þykist koma af fjöllum vegna kynjahalla í bókaútgáfu. Henni þykir heimskulegt að heimta jöfn kynjahlutföll í bókaumfjöllun þegar staðan er eins og hún er í útgáfunni. „Það er nefnilega voðalega andhælislegt að taka viðtal við konu sem einu sinni skrifaði ljóð á servéttu á fylleríi í staðinn fyrir að tala við Sjón, Kalman, Gandra og alla þá kalla, bara til að blessaður kynjakvótinn haldist nú.“ Egill Helgason, umsjónarmaður Kiljunnar í Ríkissjónvarpinu, tekur í sama streng og segir: „Það er áberandi hvað eru fleiri bækur eftir karla þessi jólin - og ekki mikið sem við getum gert í því sem fjöllum um bækurnar.“ Þórunn segir það rétt að umkvartanir um færri bækur eftir konur eigi ekki að byrja á borði Friðriku. Hún segir það stílbragð að þykjast hissa. Hún segist vita allt um þetta og hörmungina alla tíð í HÍ í sagnfræðinni; ein kona og 13 karlar. „Man þegar vinur fullyrti við mig að það væru engir góðir kvenrithöfundar til, þess vegna væri (þá) svo fáum konum boðið á bókmenntahátíð – mér varð illt.“ Þórunn segir að það þurfi að hvetja og ydda stelpur ... „því þær vantar flestar líffræðilega kjark og þor – það heitir testosterón og er æði – DNA-guðinn á eggjatíma hannaði okkur þannig að við erum svo fokking blíðar og duglausar í stríðum – frenjurnar innra með okkur brjótast fram þegar við erum 50 plús.“ Vigdís Grímsdóttir rithöfundur átti leið hjá og skutlar inn athugasemd sem vekur kátínu við borðið: „Skáldkonuskorturinn er Agli, Friðriku og ýmsum öðrum ónefndum að kenna. Það er ekki spurning.“ Eva „norn“ Hauksdóttir gerði einhverju sinni kynjafræðilega úttekt á stöðu bloggara, þeirra sem skrifa reglulega um þjóðfélagsmál, og komst að því að mikill meirihluti þeirra er karlkyns. Í ljósi þess mætti hugsanlega ætla að ástæður þess að færri verk eftir konur byggist einfaldlega á þeirri staðreynd að færri handrit eftir konur berist til útgefenda. Kristín Ómarsdóttir rithöfundur gefur ekki mikið fyrir það. „Í sambandi við 90% karlkyns bloggara þá er þetta svona ritvöllur sem karlar bjuggu til og minnir svoldið á krárnar á pínulitlum eyjum þar sem karlar sitja og ræða málin allan daginn og drekka te á meðan konurnar vefa teppi og hugsa um allt. Eða gera allt.“ Hvorki Vigdís né Kristín vilja þó svara þeirri spurningu hvort þær hafi þurft að gjalda kynferðis síns á rithöfundaferli sínum sem sannarlega má heita glæstur. En Þórunn svarar fyrir þær með drottningarhugmyndinni sem hún kennir við Helgu Kress. Hjá Bryndísi Loftsdóttur hjá Félagi bókaútgefenda fengust þær upplýsingar að hlutföll kynja höfunda íslenskra skáldverka væru eftirfarandi: „Það eru 54 bækur í kaflanum Íslensk skáldverk í Bókatíðindum sem nú eru í prentun. n 2 höfundar skrifa undir dulnefni n 1 bók með tvo höfunda, karl og konu n 1 bók með fimm höfunda – allt konur n 1 bók með 13 höfunda, 4 karla og 9 konur Ef frá eru taldar ofangreindar 5 bækur þá er staðan svona: n 36 karlar – 73,5% n 13 konur – 26,5% Staðan batnar hins vegar örlítið ef höfundar efstu fimm bókanna eru taldir með en gert er ráð fyrir að höfundarnir sem skrifa undir dulnefni séu karlkyns: n 42 karlar – 60% n 28 konur – 40%“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við erum drottningar. Helga Kress segir að það sé sígild náttúrleg regla í karlahópi: Ein drottning, margir karlar – við erum á valdi boðefnanna DNA og lífsögunnar, ekki bara menningarinnar,“ segir Þórunn Erlu Valdimarsdóttir rithöfundur. Blaðamaður Fréttablaðsins efndi til hringborðsumræðna í litlu horni á Facebook-vegg Friðriku Benónýsdóttur, menningarritstjóra blaðsins og gagnrýnanda, um stöðu kvenna á bókamarkaði. Friðrika gaf upp boltann með því að segjast hafa rekið augun í að skáldkonur þykist koma af fjöllum vegna kynjahalla í bókaútgáfu. Henni þykir heimskulegt að heimta jöfn kynjahlutföll í bókaumfjöllun þegar staðan er eins og hún er í útgáfunni. „Það er nefnilega voðalega andhælislegt að taka viðtal við konu sem einu sinni skrifaði ljóð á servéttu á fylleríi í staðinn fyrir að tala við Sjón, Kalman, Gandra og alla þá kalla, bara til að blessaður kynjakvótinn haldist nú.“ Egill Helgason, umsjónarmaður Kiljunnar í Ríkissjónvarpinu, tekur í sama streng og segir: „Það er áberandi hvað eru fleiri bækur eftir karla þessi jólin - og ekki mikið sem við getum gert í því sem fjöllum um bækurnar.“ Þórunn segir það rétt að umkvartanir um færri bækur eftir konur eigi ekki að byrja á borði Friðriku. Hún segir það stílbragð að þykjast hissa. Hún segist vita allt um þetta og hörmungina alla tíð í HÍ í sagnfræðinni; ein kona og 13 karlar. „Man þegar vinur fullyrti við mig að það væru engir góðir kvenrithöfundar til, þess vegna væri (þá) svo fáum konum boðið á bókmenntahátíð – mér varð illt.“ Þórunn segir að það þurfi að hvetja og ydda stelpur ... „því þær vantar flestar líffræðilega kjark og þor – það heitir testosterón og er æði – DNA-guðinn á eggjatíma hannaði okkur þannig að við erum svo fokking blíðar og duglausar í stríðum – frenjurnar innra með okkur brjótast fram þegar við erum 50 plús.“ Vigdís Grímsdóttir rithöfundur átti leið hjá og skutlar inn athugasemd sem vekur kátínu við borðið: „Skáldkonuskorturinn er Agli, Friðriku og ýmsum öðrum ónefndum að kenna. Það er ekki spurning.“ Eva „norn“ Hauksdóttir gerði einhverju sinni kynjafræðilega úttekt á stöðu bloggara, þeirra sem skrifa reglulega um þjóðfélagsmál, og komst að því að mikill meirihluti þeirra er karlkyns. Í ljósi þess mætti hugsanlega ætla að ástæður þess að færri verk eftir konur byggist einfaldlega á þeirri staðreynd að færri handrit eftir konur berist til útgefenda. Kristín Ómarsdóttir rithöfundur gefur ekki mikið fyrir það. „Í sambandi við 90% karlkyns bloggara þá er þetta svona ritvöllur sem karlar bjuggu til og minnir svoldið á krárnar á pínulitlum eyjum þar sem karlar sitja og ræða málin allan daginn og drekka te á meðan konurnar vefa teppi og hugsa um allt. Eða gera allt.“ Hvorki Vigdís né Kristín vilja þó svara þeirri spurningu hvort þær hafi þurft að gjalda kynferðis síns á rithöfundaferli sínum sem sannarlega má heita glæstur. En Þórunn svarar fyrir þær með drottningarhugmyndinni sem hún kennir við Helgu Kress. Hjá Bryndísi Loftsdóttur hjá Félagi bókaútgefenda fengust þær upplýsingar að hlutföll kynja höfunda íslenskra skáldverka væru eftirfarandi: „Það eru 54 bækur í kaflanum Íslensk skáldverk í Bókatíðindum sem nú eru í prentun. n 2 höfundar skrifa undir dulnefni n 1 bók með tvo höfunda, karl og konu n 1 bók með fimm höfunda – allt konur n 1 bók með 13 höfunda, 4 karla og 9 konur Ef frá eru taldar ofangreindar 5 bækur þá er staðan svona: n 36 karlar – 73,5% n 13 konur – 26,5% Staðan batnar hins vegar örlítið ef höfundar efstu fimm bókanna eru taldir með en gert er ráð fyrir að höfundarnir sem skrifa undir dulnefni séu karlkyns: n 42 karlar – 60% n 28 konur – 40%“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira