Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Stefán Hrafnkelsson Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira