Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir segir jafnmikilvægt að læra að lesa myndmál og texta „Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu. Andóf Pussy Riot Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira