
Orkulindir – enn einu sinni
Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.
Misskilja raunveruleikann
Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku.
Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi.
Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit.
Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar