Grænþvottur Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun