Íslensk hönnun, handverk og föndur? Halla Helgadóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun