Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra Halla Helgadóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun