70 prósent minni hæfileikar? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 28. desember 2013 07:00 Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun