Um lýðskrumara Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun