Bílasala í Bretlandi ekki meiri í 6 ár Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 16:15 Mini settur saman í Bretlandi. Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent
Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent