Schumacher var með upptökuvél á hjálminum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 10:07 Nordic Photos / Getty Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira