NBA í nótt: Loksins sigur hjá Miami | Durant með 54 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 11:00 Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti