Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Stjörnunnar, heldur út til Svíþjóðar á mánudaginn og mun æfa með FC Rosengård í Malmö. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Sænska félagið er betur þekkt undir nafninu LdB Malmö en skipt var um nafn um áramótin. Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir leika með liðinu sem varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.
Glódís verður úti í rúmlega viku en forráðamenn félagsins hafa haft augastað á Glódísi í nokkurn tíma. Stjörnumenn ætla þó ekki að sleppa henni í haust nema sænska félagið kaupi hana líkt og greint var frá á Vísi í desember. Forráðamenn félagsins hafa fylgst grannt með Glódísi í nokkurn tíma.
Glódís verður 19 ára á árinu en hún hefur verið í lykilhlutverki í vörninni í íslenska kvennalandsliðinu í undanförnum leikjum. Hún er uppalin í HK/Víkingi en skipti þaðan yfir í Stjörnuna fyrir tímabilið 2012.
Glódís á reynslu til FC Rosengård
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
