Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 20:40 Þjálfarateymið fer yfir stöðu mála í kvöld. vísir/daníel „Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum. „Eftir að Bjarki Már kemur inn í vörnina þá lokaðist vörnin mjög vel. Það vantaði reyndar upp á markvörsluna en hún kom vel í gang síðar.“ „Hvað varðar sóknina þá vorum við að taka ótímabær skot framan af leik en svo fundum við út úr því og komumst í gang. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik þrátt fyrir allt og allt. Það var gríðarlega sterkt að koma til baka.“ Síðari hálfleikur var oft á tíðum erfiður. Aron og Arnór báðir inn á meiddir og Þórir gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik fannst mér við byrja vel. Hann verður svo erfiður þar sem Aron og Arnór voru báðir tæpir og farnir að þreytast. Það vantaði líka Þóri í hornið hjá okkur," sagði Aron en hann var eðlilega ekki sáttur við hversu illa hans mönnum gekk að spila manni fleiri í leiknum.“ „Þeir stilltu sig af. Leyfðu okkur að fara inn úr hægra horninu og við nýttum það ekki alveg,“ sagði þjálfarinn en hvað gerðist í síðustu sókninni? „Í síðustu sókninni hefði Ásgeir kannski mátt spila boltanum því það var nóg af fríum mönnum. Það var smá stress og við áttuðum okkur ekki alveg á stöðunni. Við vorum lengi að fatta að Aron hefði verið rekinn út af og fengum því ekki alveg tímann til þess að skipuleggja sóknina.“ „Ég er svekktur að hafa ekki unnið leikinn en ánægður að við höfum fengið stig því ég held að það muni telja mikið í framhaldinu.“ EM 2014 karla Tengdar fréttir Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40 Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14 Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum. „Eftir að Bjarki Már kemur inn í vörnina þá lokaðist vörnin mjög vel. Það vantaði reyndar upp á markvörsluna en hún kom vel í gang síðar.“ „Hvað varðar sóknina þá vorum við að taka ótímabær skot framan af leik en svo fundum við út úr því og komumst í gang. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik þrátt fyrir allt og allt. Það var gríðarlega sterkt að koma til baka.“ Síðari hálfleikur var oft á tíðum erfiður. Aron og Arnór báðir inn á meiddir og Þórir gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik fannst mér við byrja vel. Hann verður svo erfiður þar sem Aron og Arnór voru báðir tæpir og farnir að þreytast. Það vantaði líka Þóri í hornið hjá okkur," sagði Aron en hann var eðlilega ekki sáttur við hversu illa hans mönnum gekk að spila manni fleiri í leiknum.“ „Þeir stilltu sig af. Leyfðu okkur að fara inn úr hægra horninu og við nýttum það ekki alveg,“ sagði þjálfarinn en hvað gerðist í síðustu sókninni? „Í síðustu sókninni hefði Ásgeir kannski mátt spila boltanum því það var nóg af fríum mönnum. Það var smá stress og við áttuðum okkur ekki alveg á stöðunni. Við vorum lengi að fatta að Aron hefði verið rekinn út af og fengum því ekki alveg tímann til þess að skipuleggja sóknina.“ „Ég er svekktur að hafa ekki unnið leikinn en ánægður að við höfum fengið stig því ég held að það muni telja mikið í framhaldinu.“
EM 2014 karla Tengdar fréttir Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40 Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14 Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40
Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14
Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03