Skrímslahamurinn á samning hjá Skittles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2014 18:15 Lynch hleypur með boltann. Vísir/Getty Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00
Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03
Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18
Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30