Fyrsti íslenski mjöðurinn: „Þetta er allt annar drykkur en bjór“ Hrund Þórsdóttir skrifar 24. janúar 2014 20:00 Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira